Flugvélabensín er í dag tæplega tíu prósent ódýrara en það var í sama mánuði fyrir ári síðan. Engu að síður sér þess engin merki hjá flugfélögum eða ferðaskrifstofum að verð á ferðum séu að lækka.

Flugvélaeldsneyti hefur lækkað duglega síðasta árið en það skilar sér ekki í lægri flugfargjöldum
Flugvélaeldsneyti hefur lækkað duglega síðasta árið en það skilar sér ekki í lægri flugfargjöldum

Félag íslenskra bifreiðareigenda, FÍB, stendur sig vel í því að minna olíufélögin innlendu á að eðlilegt væri að lækka verð til íslenskra neytenda þegar verð á eldsneyti lækkar erlendis því nógu eru þau fljót að hækka þegar svo býður við.

Hvers vegna engum dettur í hug að krefjast þess sama af flugfélögunum er merkilegt því eldsneytiskostnaður er næststærsti kostnaðarliður stærri flugfélaga og ferðaskrifstofa. Og enginn þarf að efast um að tíu prósenta lækkun á flugvélaeldsneyti sem ekki skilar sér í vasa ferðalanga lenda í staðinn sem aukinn arður hluthafa.