Íslendingar eru almennt seinþroska eins og lesa má út úr öllum þeim áætlunum um að malbika hálendið, planta hótelum á öll fjöll og firnindi og reisa virkjanir alls staðar sem lækur tifar.

Skotar til samanburðar eru búnir að detta í þennan brunn enda óbyggðir staðir á hálendi þeirra fáir og litlir en þeir nú tryggilega varðveittir.

En þeir staðir eru ekki síðri hálendinu okkar og nú er svo komið að tæpur helmingur ferðamanna til Skotlands á ársgrundvelli kemur til að upplifa ÓSNERTA náttúruna. Hjóla, klífa, ganga, horfa og njóta án þess að minjagripasalar eða byggingakrani byrgi sjónir.

Þessi uppvakning Skotanna hefur haft í för með sér samkvæmt tölum frá ferðamálaráði landsins að 60 prósent fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu skoska hálendið og óbyggðir landsins 2019 en gerðu að meðaltali árið 2008.

Fremstir meðal jafningja í hálendisbransanum er fyrirtækið Wilderness Scotland sem hafa sett saman nokkur myndbönd sem koma munnvatnskirtlunum vel af stað. Hér ágætt að hafa hugfast að flug til Skotlands tekur aðeins rúmar tvær stundir. Skottúr 🙂