Alltaf dálítið sexí þegar borgarheiti eru ekki bara innantómt þrugl. Eins og rússneska borgin Rostov. Sú heitir ekki formlega Rostov heldur Rostov na Donu eða Rostov við Don. Þar verið að vísa til fljótsins Don sem er eitt þeirra stærri í Rússlandi.

Borgin Rostov við Don allt önnur borg en Rostov 🙂

Ekki ruglast á Rostov við Don og bara Rostov. Sá Íslendingur sem tekur sprettinn til Rostov til að sjá leik Íslands og Króatíu á heimsmeistaramótinu í sumar kemst fljótt að því að ekkert er að gerast þar utan vodkadrykkju á börunum. Rostov er nefninlega allt annað og verra en Rostov-na-Donu.

En jafnvel þó þú hittir á rétta borg er ekki endilega þar með sagt að þú finnir hamingjuna. Rostov na Don var nefninlega ekki alls fyrir löngu tilnefnd HÆTTULEGASTA borg Evrópu. Aftur!!!

Vefmiðillinn World Atlas sem þykir með áreiðanlegri vefmiðlum samtímans tekur árlega saman lista yfir hættulegustu borgir heims fyrir ferðafólk í hverri álfu fyrir sig. Alltaf plús að vita þær upplýsingar jafnvel þó slík tölfræði, á köflum, geti verið afar misvísandi. London er til að mynda mikil glæpaborg í samanburði við aðrar evrópskar borgir en glæpir þar eiga sér undantekningalítið stað utan þeirra staða sem ferðafólk elskar og sækir svo fáir ferðamenn verða varir við.

Í Rostov na Donu eru glæpamenn hins vegar töluvert spenntir fyrir ferðafólki segja fróðir. Eðlilega enda þeir flestir með göndul af seðlum í vösum og óvarir um sig. Kannski þess vegna var Rostov na Donu valin hættulegasta borg Evrópu fyrir ferðafólk árið 2015 og það í annað skipti sem borgin sú hlaut þau fínu verðlaun. Borgin þótti líka bera af í glæpum gegn ferðafólki árið 2010.

Það má því leiða góðum líkum að því að óprúttnir í borginni hugsi sér súpergott til glóðar í sumar þegar þangað mæta þúsundir aðdáenda hinna og þessa landsliðana á HM. Allir glaðir og margir reyfir og fáir trekktir yfir hugsanlegum glæpum.

Sem er akkurat ástæða þess að þú átt að vera feitt á varðbergi ef svo vill til að Rostov na Don er eitt af þínum stoppum næsta sumarið. Ella gæti skemmtileg heimsmeistarakeppnin endað í útsláttarkeppni strax á fyrsta degi.

Varlega þarna úti gott fólk.