Flestar stærri ferðaskrifstofur landsins bjóða upp á skíðaferðir á nýju ári og það vel enda fátt yndislegra en fá kapp í kinn í alvöru brekkum Alpafjalla hvort sem er á skíðum eða brettum. Öllu verra að lítinn sem engan snjó er að finna neins staðar í Alpafjöllum.

Hinn vinsæli bær Zell Am See í Austurríki á hádegi þann 2. janúar 2017. Snjór af verulega skornum skammti. Skjáskot

Það er nefninlega dálítið af það sem áður var þegar fólk gekk að snjó og það vísum nánast allan veturinn í fjallasölum Sviss, Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu og Frakklands. Má þar kenna um sömu öflum og hafa haldið Íslandi að mestu snjóalausu það sem af er vetri: hlýnun jarðar.

Hvergi er þessa sérstaklega minnst á vefum þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða skíðaferðir á þessi svæði. Ekki stafur um að mögulegt sé að fátt verði um brun í brekkum í dýrum skíðaferðum.

Og ekki er neitt prýðisfæri í Madonna Di Campiglio á Ítalíu heldur 2. janúar 2017. Skjáskot

Auðvitað þarf ekki nema sólarhring eða tvo af snjókomu til að fylla króka og kima Alpafjalla af snjóalögum en hvenær það gerist, ef þá einhvern tíma þennan veturinn getur enginn sagt til um. Þess utan eru flest stærri skíðasvæði að fylla brekkurnar af snjó með snjóvélum svo vel er hægt að taka nokkrar salíbunur. En það er ekki alveg það sama og alvöru skíðaferð þar sem snjódýptin er metri plús og jörð er þakin snjó niður á láglendi.

Eiginlega lágmark hjá þeim aðilum sem auglýsa skíðaferðir til Alpanna að gefa fólki kost á afbókun með tilteknum fyrirvara við slíkar aðstæður. Til dæmis bjóða endurgreiðslu ef snjóleysi er vandamál viku fyrir brottför. Það væri góð þjónusta að okkar mati. Því hvað er heillandi við að skíða eina og eina brekku í vélasnjó og skufsast um í bænum þess á milli í krapa og drullu? Það getum við gert hérna heima ókeypis.