Skip to main content

F yrir utan sótið, ruslið og óhreinindin sem þekja virðast Edinborg flesta daga ársins er borgin sú arna afar falleg og staðsetning hennar á austurströnd Skotlands óviðjafnanleg.

Stórfínt útsýni yfir Edinborg og langt inn í sveitir Skotlands. Mynd papajOe

Stórfínt útsýni yfir Edinborg og langt inn í sveitir Skotlands. Mynd papajOe

Þar hafa margir Íslendingar numið gegnum tíðina og flestir finna fljótt út að besti staðurinn til að sjá borgina, anda að sér hreinu lofti og finnast allt vera í lagi með veröldina eitt augnablik er við sæti Artúrs fyrir ofan borgina.

Sæti Artúrs, Arthur´s Seat, er efsti hluti útdauðs eldfjalls fyrir ofan byggðina en fátt jafnast á við útsýnið þaðan við sólarlag eða sólarupprás. Er þetta hæsta hæðin sem yfir borgina gnæfir.

Tjarnir og pollar á hæðunum gæða þær dýralífi því fuglar sækja mikið þangað og fólk ekki síður enda ákjósanlegur staður til gönguferða, hjólreiða eða útiveru hverju nafni sem hún kallast. Þá eru og þeir sem setjast þar niður á sumarnóttum með teppi og skoskt viskí og þykir lífið grand á þeim augnablikum.

Margir vilja meina að nafnið sé tilkomið vegna afreka Artúrs konungs en fræðingar vilja nú meina að um stafsetningarvillu sé að ræða og staðurinn hafi í raun heitið Archers Seat, skyttusæti, vegna þess að hóllinn var mikilvægur fyrir varnir bæjarins hér áður fyrr.

Ómissandi stopp á leið um Edinborg.