Skip to main content

Það vita allir sem prófað hafa að það getur verið fjári erfitt að vera í bullandi hlandspreng í miklum mannfjölda á stærri hátíðum.

Martröð að vera í hlandspreng á fjölmennum hátíðum eins og Mardi Gras í New Orleans. Mynd Doctor Who

Martröð að vera í hlandspreng á fjölmennum hátíðum eins og Mardi Gras í New Orleans. Mynd Doctor Who

Við þær kringumstæður er stundum ekkert almennings salerni í næsta nágrenni og langar biðraðir á salerni veitingastaða og bara. Og þótt sumir veigri sér sjaldan við að létta á sér nánast hvar sem er er það misjafnlega auðvelt og misjafnlega vinsælt.

Fyrir ári síðan tóku tveir einstaklingar í New Orleans upp á því að stofna fyrirtækið AirPnP sem er skrumskæling á nafni íbúðaleiguþjónustunnar AirBnB þar sem fólki gefst kostur á að leigja sér herbergi eða íbúðir sem standa auðar eða tómar.

Sama prinsipp gildir um AirPnP. Þar geta allir skráð sig sem geta og vilja leyfa næsta manni að nota salerni sitt gegn gjaldi. Því geta allir flett upp gegnum netið og bankað upp á þegar neyðin er sem stærst. Þó eru væntanlega einhverjir ósáttir við verðið fyrir klósettferðina því meðalverð er kringum 500 krónur eða svo.

Hugmyndin var upphaflega aðeins til að hjálpa þeim er sækja heim karnivalið í Mardi Gras í New Orleans í Bandaríkjunum en þetta vakti mikla lukku og nú horfa félagarnir fram á útrás með hugmyndina og einn og einn aðili í Evrópu og víðar nú skráð sig til leiks. Hver veit nema þetta sé eitthvað sem íbúar við Laugaveg gætu skoðað á tyllidögum eftirleiðis. AirPnP hér.