Anorexía vandamál? Þá gæti lausnin legið í að fara í ferðalag til Bandaríkjanna. Ný rannsókn leiðir nefninlega í ljós að Bretar sem heimsækja Bandaríkin í tvær vikur eða svo koma 3,6 kílóum þyngri til baka.

Þessi ágæti ferðamaður dvalist heldur of lengi við matarborðið. Hlaðborð á mörgum hótelum vestanhafs veitast mörgum erfið
Þessi ágæti ferðamaður dvalist heldur lengi við matarborðið. Hlaðborð á mörgum hótelum vestanhafs veitast mörgum erfið

Fyrir Íslendinga sem vel þekkja til Bandaríkjanna kemur þetta sennilega ekki á óvart. Þeir skammtar sem þar fást á veitingastöðum og á hótelum eru verulega stærri en fólk á að venjast í Evrópu og var okkur öllum ekki kennt að leifa aldrei mat? Sem kannski skýrir að einhverju leyti hvers vegna Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð heims.

Bandaríkin þó ekki eina landið þar sem ferðamenn hlaða utan á sig kílóunum. Ferðamannastöðum á Karabíahafinu er einnig kennt um viðbótarþyngsli breskra ferðamanna en þeir sem þaðan koma hafa að meðaltali bætt 3,4 kílóum á sig. Þar er ástæðan þó einfaldari; allt innifalið.

Og kannski vekur það undrun að Frakkland og Ítalíu eru sökudólgar númer þrjú og fjögur þegar kemur að stærri mallakút á breskum ferðamönnum. Þar líka virðast Bretarnir borða á sig gat í öll mál meðan á ferðalaginu stendur.

Könnun þessa meðal ferðamannanna lét fyrirtækið Obemised gert en það framleiðir vinsælar megrunarpillur . Kom fram í svörum ferðamannanna að ekki er eingöngu mat um að kenna heldur og hreyfingarleysi því kílóin hrynja ekki beint af þegar flatmagað er á ströndinni eða sopið á kokteil við hótellaugina.