Þann þriðja júní verður örlítið auðveldara og jafnvel ódýrara fyrir landann að komast eins fljótt og auðið er til Balí í Indónesíu.

Hitastigið á Balí er indælt allan ársins hring. Mynd tata_aka_t
Hitastigið á Balí er indælt allan ársins hring. Mynd tata_aka_t

Þann dag hefst flug Emirates til eyjarinnar frá dönsku höfuðborginni en Emirates hefur verið að bæta Balí inn í leiðakerfi sitt frá hinum ýmsu löndum smám saman.

Ekki er um beint flug að ræða. Millilent er í Abu Dhabi eða Dúbaí fram og aftur en það eru ekki mjög leiðinlegir staðir og stoppið oftar en ekki stutt.

Miðaverð hins vegar er ekki alveg gefins. Okkur sýnist lægsta verð fram og aftur milli Kaupmannahafnar og Denpasar á Balí næstu mánuðina vera kringum 118 þúsund krónur eða rétt tæpar 60 þúsund á mann aðra leið.  Á móti kemur að fullt af farangri má fljóta með og þjónusta Emirates er heimsklassa alla leið. Sömuleiðis má af og til finna fargjöld á spútnikverði héðan til Köben og heim aftur.

Nánar hér.