Við þekkjum ábyggilega öll einstaklinga sem leggjast sjaldan eða aldrei í ferðalög. Sumir bara latir, sumir áhugalausir um heiminn meðan aðrir veigra sér við slíkt vegna líkamlegra kvilla eða fötlunar.

Inkaleiðin á einum sólarhring er glæsilegt afrek hjá hverjum sem er. Skjáskot
Inkaleiðin á einum sólarhring er glæsilegt afrek hjá hverjum sem er. Skjáskot

Mikil synd að okkar mati. Ekkert undir sólinni vekur okkur meira til lífsins en ferðir því þess utan erum við flest föst í heimatilbúnum bómullarhnoðra sem þrátt fyrir mýkt kveikir doða og angist til lengri tíma hjá fjölmörgum. Ergo: Íslendingar nota þjóða mest af lyfjum og viðbjóð.

Þess vegna er mikið fagnaðarefni að sumir þarna úti, sem hafa kannski meiri efni á því að hanga bara heima í sínum heimi en aðrir, láta sér ekki detta það til hugar. Fólk sem brýst úr meiri hlekkjum en við hin getum ímyndað okkur. Fólk eins og Dan Berlin, sem fyrir ekki svo löngu varð fyrsti blindi einstaklingurinn til að klára hinn fræga, og erfiða Inkastíg upp að Machu Picchu í Perú. Ekki bara það. Hann gerði það á einum degi en túrinn tekur flesta aðra fjóra daga að fara.

Svo nei. Þú hefur enga afsökun. Með smá hjálp frá vinum og vandamönnum er sannarlega allt hægt. Út með þig 🙂