Það kemur eflaust fyrir hjá okkur flestum að langa endrum og sinnum á ferðalögum að leyfa okkur aðeins meira en við gerum venjulega. Hjá sumum getur það snúist um jafn einfaldan hlut og að gista á fimm stjörnu hóteli í stað þriggja eða fjögurra stjörnu.

Eins og klippt úr gamalli kvikmynd. Gamli bærinn í Varsjá að vetrarlagi. Mynd marian.b
Eins og klippt úr gamalli kvikmynd. Gamli bærinn í Varsjá að vetrarlagi. Mynd marian.b

Stundum látum við slíkt eftir okkur ef vel liggur á en stundum er verðmunurinn einfaldlega of mikill til að það sé þess virði. Gisting á bestu hótelum í stærri borgum Evrópu getur kostað þetta frá 30 þúsund krónum á lágannatíma og hátt yfir hundrað þúsund krónur á nótt þegar mest er að gera á þeim bestu.

Hilton hótelin gott dæmi um þetta. Þar þykir yfirleitt mjög vel sloppið með 40 þúsund króna reikning og lausleg leit leiðir í ljós að nótt á Hilton Amsterdam kostar eina nótt í nóvember 54 þúsund krónur og nótt á Hilton í London 46 þúsund á sama tíma svo aðeins tvö dæmi séu tekin.

Víkur þá sögunni skyndilega að Varsjá í Póllandi. Hvers vegna í ósköpunum vilt þú þá fá að vita. Svarið það að nánast hvergi annars staðar í Evrópu og þótt mun víðar væri leitað er hægt að gista við fimm stjörnu aðstæður fyrir minni peninga.vars1

Ekki alveg að kaupa þetta? En ef við segðum þér að nótt á Hilton Varsjá fæst á hótelbókunarvef Fararheill allt niður í 9.079 krónur með morgunverði!!!

Tilviljun gætir þú sagt lesandi góður. Kannski það en fimm sekúndna löng leit leiðir í ljós að fimm stjörnu nótt á Sheraton í Varsjá kostar allt niður í 13.234 krónur og aftur með morgunverði. Við gætum líka bent á nótt á Radisson Blu með morgunverði á 7.435 krónur eða Warsaw Marriott á 10.118 krónur.vars2

Við gætum haldið áfram en myndin er vonandi orðin skýr. Það er sem sagt HRÆBILLEGT að gista í fínum lúxus í pólsku höfuðborginni og auðvelt að ímynda sér að ef nótt á fimm stjörnu hóteli fæst svo ódýrt kostar klink og ingenting að planta rassi á fjögurra stjörnu hóteli. Svo ekkert sé talað um hin.

Við ætlum sem sagt enn og aftur að benda þér á að ENGINN finnur gistingu erlendis á lægra verði en hótelleitarvél Fararheill. Einfaldlega vegna þess að sú leitar líka hjá velflestum öðrum bókunarvélum. Öll bestu tilboð annarra leitarvéla koma fram hjá okkur líka.

Prófaðu bara:

PS: Veistu ekkert hvað er spennandi að sjá eða gera í Varsjá? Kíktu á vegvísinn okkar.

Við komumst beinustu leið til Varsjár með Wow Air og sumarið 2016 verður einnig í boði að fljúga þá leiðina með Wizz Air×

Leave a Reply