Flugfélagið easyJet lætur ekki nægja að selflytja fólk í þotum til og frá. Fyrirtækið selur líka haug af ferðapökkum hingað og þangað og yfirleitt á verði sem við erum ekki vön hér heima.

EasyJet selur líka ferðapakka ef fólk vill komast mjög ódýrt í frí. Mynd Clement Alloione
EasyJet selur líka ferðapakka ef fólk vill komast mjög ódýrt í frí. Mynd Clement Alloione

Nokkur handahófskennd dæmi: flug plús vikugisting á fjögurra stjörnu hóteli á Möltu niður í 25 þúsund krónur á mann miðað við tvo. Flug plús vikugisting á fjögurra stjörnu hóteli á Costa del Sol fyrir 24 þúsund krónur á mann miðað við tvo. Flug plús vikugisting á þriggja stjörnu hóteli á Ibiza niður í 40 þúsund krónur á haus miðað við tvo saman.

Þessa pakka getum við líka keypt en við þurfum að bæta ofan á þetta flugi til Englands og heim aftur. Þá fylgir engin farangursheimild með í ferðapökkum easyJet og það bætist ofan á líka ef með þarf.

Engu að síður hægt að verða sér úti um hreint ágætt frí á lágmarksverði. Ferðapakkar easyJet hér.