Ef þú hefur einhvern tímann sé kvikmynd eða sjónvarpsþætti sem gerast í Las Vegas í Bandaríkjunum hefurðu líklega heyrt talað um Bellagio hótelið. Það er það allra flottasta á stað þar sem samkeppni er harðari en hjá lundabúðum á Laugaveginum.

Gisting á hinu fræga Bellagio hóteli og flugið til Vegas á lágmarksverði. Mynd melfoody
Gisting á hinu fræga Bellagio hóteli og flugið til Vegas á lágmarksverði. Mynd melfoody

British Airways er þessa stundina að bjóða ferðir til Vegas þar sem gist er í fjórar nætur á Bellagio þennan veturinn og á vef flugfélagsins finnast fargjöld í janúar, febrúar og mars niður í 140 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Það er ævintýralega gott verð á flugi alla leið til Vegas og gistingu á besta hótelinu á þeim slóðum.

Túrinn reyndar stuttur eða aðeins fjórir sólarhringar, en hægt að lengja gegn gjaldi, og flugið er ekkert sérstaklega spennandi heldur. En hver vill ekki hundrað prósent lúxus undir glampandi sól þegar Kári kveinar hvað mest hér heima í vetur? Vægast sagt spennandi og frábært verðið skemmir ekkert. Vart þarf að taka fram að við þurfum að koma okkur til London og heim aftur en það er einfalt mál og ódýrt líka 🙂

Allt um þetta hér.