Látum okkur nú sjá. Þig dreymir bæði um að sigla á lúxusfleyi um karabíska undir geislandi sólinni og súpa Piña Colada á efsta dekki með ástvini en þig langar líka að stoppa einhvers staðar lengur en hálftíma og leika lausum hala í ókunnri og spennandi borg í nokkra daga. Og þetta má ekki kosta nein ósköp heldur.

Mardi Gras plús lúxussigling. Það verður eiginlega ekki mikið betra. Mynd J.Thomsen
Mardi Gras plús lúxussigling. Það verður eiginlega ekki mikið betra. Mynd J.Thomsen

Viti menn. Kannski við höfum grafið upp fyrir þig sjálfa draumaferðina? Í öllu falli ferð sem tikkar í öll ofangreind box.

Þá ferð fundum við hjá ferðaskrifstofunni Flexicruise í Bretlandi en þar hafa menn farið í samstarf við skipafélagið Norwegian Cruise Line og þess vegna eru þar í boði nú nokkrar æði safaríkar siglingar á verði vel undir því sem gengur og gerist.

Ein þeirra er ferð sem hefst í Bretlandi en þaðan er flogið til hinnar litríki borgar New Orleans og þar getur fólk frjáls um höfuð strokið í fjóra daga áður en stigið er á skipsfjöl og vikusigling tekur við. New Orleans er ekki leiðinleg á neinum skala en svo vill til að dagsetning umræddrar ferðar hittir lóðbeint á Mardi Gras hátíðarhöldin þar í borg í febrúar. Það er ein af fimm skemmtilegustu hátíðum í Bandaríkjunum öllum.

Ef svo ólíklega vill til að fólk fái nóg af húllumhæinu í Bourbon stræti og nágrenni þarf lítið að örvænta. Að fjórum dögum liðnum tekur við hin ljúfasta sigling á glæsilegu skemmtiferðaskipi í heila viku. Í þeirri siglingu farið til Mexíkó, Belíz og Hondúras áður en siglt er til New Orleans aftur og þaðan flogið til Bretlands.

Jamm, þetta hljómar spennandi ekki satt? Og það í annars vindasömum og þykkildislegum febrúarmánuði á Fróni.

En rúsínan er enn eftir. Hún er sú að þessa stundina er hægt að fara þessa ferð, að viðbættum ferðakostnaði frá Íslandi og heim aftur, fyrir litlar 240 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Það miðast við innanklefa en fyrir 40 þúsund krónur í viðbót á mann er hægt að breyta því í káetu með svölum. Sem sagt 285 þúsund krónur á mann og 570 þúsund krónur á hjón eða par fyrir tólf nátta DÚNDURFERÐ.

En við mælum með að þið hafið hraðann á. Hringja þarf í ferðaskrifstofuna til að bóka og ekki kæmi okkur á óvart ef þessi selst fljótt upp. Allt um tilboðið hér.