Svokölluð time-lapse myndataka hefur mjög rutt sér til rúms hin síðari ár og þeir fremstu í þeim bransanum orðnir hreinir galdramenn með vélar sínar.

Einn þeirra er Rob Whitworth sem ekki gerir annað en framleiða slík myndbönd og sá leggur sig 100 prósent fram. Það má auðveldlega sjá á nýjasta myndbandi hans um borgina Dúbai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það tók hann þrjá mánuði að undirbúa myndatökuna en hún er líka aldeilis frábær og segir næstum allt sem segja þarf um þessa yfirborðskenndu borg.