Öll elskum við afslætti hvers kyns. Þess vegna þjóðráð að skoða næstu túra ferðaskrifstofunnar Heimsferða til Króatíu því velflestar ferðir eru á þetta 20-35 prósenta afslætti.

Ekkert amalegt neitt í Króatíu…

Síða Heimsferða hér fyrir áhugasama en þar má finna ágæta afslætti á flugi til Trieste á Ítalíu og gistingu í klukkustundar fjarlægð í Króatíu í næsta mánuði.

Ferðirnar greinilega ekki selst jafnvel og forráðamenn Heimsferða vonuðust til sem er auðvitað eina ástæða þess að afslættir koma til skömmu fyrir brottför.

Ekki svo að skilja að um ódýrar ferðir sé að ræða. Þvert á móti er pakkinn nokkuð dýr þrátt fyrir afslættina þegar mið er tekið af því að júní er ekki háannatími á ströndum Króatíu.

Stutt í ferð og drjúgur afsláttur í boði.

Engu að síður sneddí að kíkja á vef Heimsferða ef Króatía heillar. Stórkostlegt land að flestu leyti jafnvel þó setja megi spurningarmerki við yfirlýsingar Heimsferða um hreinasta sjó og fegurstu strendur Evrópu.

PS: það er í boði að kaupa aðeins flugið til Trieste. Það kostar fimmtíu kúlur á mann miðað við tvo saman en er þjóðráð ef þú þorir að þvælast um á eigin vegum og spara töluvert meira en Heimsferðir bjóða 😉