Fararheill.is gerir reglulega úttekt á hvaða leitarvél skilar ódýrustu niðurstöðunum hverju sinni. Að þessu sinni var leitað að flugi aðra leið frá Keflavík til London þann 15. september. Leitað var á sömu sekúndu hjá Dohop, Momondo og Kayak en þessir þrír vefir þykja allir fyrsta flokks. Þess var gætt að allar þrjár leitarvélar leituðu á sama augnabliki. Skemmst er frá að segja að Dohop rúllaði keppinautunum auðveldlega.

  1. Dohop.com fann far með Iceland Express á 17.840 krónur
  2. Momondo.com fann far með Iceland Express á 24.887 krónur.
  3. Kayak.com fann far með Iceland Express á 25.604 krónur.

Munur á hæsta og lægsta verðinu hjá þessum þremur flugleitarvefjum var þannig 7.764 krónur og munar um minna fyrir blásnauða Íslendinga. Vissulega vantar fjölmargar aðrar leitarvélar inn í jöfnuna en þetta sýnir svart á hvítu að munur milli þeirra getur verið talsverður.