Flugleitarvefurinn Dohop er í hópi þeirra leitarmiðla sem tilnefndir eru sem bestir af hálfu Asia Pacific online Travel Innovation Awards.

Er þetta töluverð lyftistöng fyrir Dohop, sem er íslenskur vefur fyrir þá sem ekki þekkja til, en frá stofnun árið 2004 hefur gengi Dohop vaxið jafnt og þétt og hægt og bítandi. Sem er frábær árangur á afar grimmum markaði en ferðaleitarvélar á netinu skipta þúsundum talsins þó segja megi að í þeim hópi séu tíu til fimmtán risar.

Ritstjórn Fararheill hefur afar góða reynslu af Dohop og hefur ítrekað borið þá leitarvél saman við stærri og öflugri keppinauta og það próf hefur Dohop ætíð staðist vel. Ætti sá íslenski að vera einn af fjórum til fimm ferðaleitarvefum sem almenningur ætti að brúka í hvert skipti sem flug eða ferðir eru á döfinni til að finna allra besta verð.

Úr því fæst skorið í næsta mánuði hvort Dohop hlýtur fyrsta sætið í umræddri keppni en árangurinn hingað til er skrambi góður svo ekki sé meira sagt.

Heimasíða Dohop hér.