Árið 2014 vann íslenski flugleitarvefurinn Dohop æðstu verðlaun ferðaiðnaðarins en eins og við spáðum réttilega fyrir féllu þau verðlaun þeim úr skaut árið 2015. En nú virðist birta til að nýju.

Sumt gott, annað miður hjá Dohop.
Sumt gott, annað miður hjá Dohop.

Af og til gegnum tíðina hefur Fararheill gert samanburð á Dohop annars vegar og vinsælum erlendum flugleitarvélum hins vegar. Fram til 2014 stóð sá íslenski sig vel og stundum mjög vel en svo hallaði undan báðum fótum. Sá íslenski kom miðlungs eða illa út í samanburði um langt skeið.

Nú virðist Dohop aðeins ná vopnum sínum á ný samkvæmt nýrri úttekt okkar sem sjá má hér að neðan. Þar bárum við saman lægsta verð á flugi fram og aftur til fjögurra áfangastaða hjá þremur mismunandi flugleitarvélum. Dohop hefur þar tvívegis betur en hinir en tvívegis er sá íslenski aftar á meri.

Tvennt sérstaklega vekur athygli. Annars vegar að Dohop pakkar hinum saman fyrir  þann sem þarf til New Orleans í Bandaríkjunum. Hins vegar að enginn þessara aðila hefur enn hugmynd um að reglulegt flug er hafið milli Keflavíkur og Aberdeen í Skotlandi. Allir þrír aðilar sendu okkur óbeint til Aberdeen gegnum staði á borð við Heathrow, Luton og Hamborg af öllum stöðum.

* Leitað samtímis hjá öllum aðilum kl. 22.30 þann 31. mars 2016. Áfangastaðir handahófskenndir. Ódýrasta fargjald báðar leiðir.

* New Orleans 8.-15. september, Ríga 10.-24. október, Lissabon 14.- 21. júlí, Aberdeen 22.-25. ágúst