Nú er aldeilis lag fyrir alla þá sem hafa látið sig dreyma um að heimsækja Perú gegnum tíðina. Geysiflott átján daga pakkaferð þangað fæst nú á verði sem ætti ekki að setja neinn út af sakramentinu.

Hin frægu listaverk í Nazca eyðimörkinni er bara eitt af mörgum merkum hlutum í Perú. Mynd Christian Haugen
Hin frægu listaverk í Nazca eyðimörkinni er bara eitt af mörgum merkum hlutum í Perú. Mynd Christian Haugen

Ekki viss hvað sé svo spennandi við Perú? Rifjum aðeins upp brotabrot af dásemdum þessa lands: Machu Picchu, Líma, Cuzco, Titicaca, Ica, Nazca eyðimörkin, Chauchilla, Ollantaytambo, Amazon frumskógurinn.

Sem sagt, eiginlega ómissandi stopp öllu fróðleiksfúsu fólki sem á annað borð elska að ferðast, sjá og upplifa á eigin skinni. Átján daga túr þar sem daglega er stoppað á stöðum sem koma við sögu í mannkynssögunni er ekkert minna en stórkostlegt ævintýri.

Miðað við pakkann sem í boði er frá London vía Amsterdam með ágætum hótelum, tösku, öllum ferðum og ýmsum aukaferðum í boði fyrir þá ferðaþyrstustu, er kostnaðurinn aldeilis í lægri kantinum eða 348 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman í átján daga ferð. Ofan á þetta kemur 30 til 40 þúsund krónur fyrir flugið til Bretlands og heim að ferð lokinni per haus. Pakkinn engu að síður undir 800 þúsund krónum á par. Gróflega svona 200 þúsund krónum lægra verð en almennt er raunin fyrir ferð á borð við þessa.

Allt um þetta hér.