Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að upplifa sjóræningjaárás í orðsins fyllstu en það er hægt í Tampa í Flórída þennan dag árlega. Þó vakna íbúar við heróp mikil frá hafi og ekta sjóræningjaskip siglir inn í höfnina og gerir strandhögg.

Gasparilla Pirate Fest heitir þessi viðburður og þykir skemmtilegur því ekki fyrr eru „sjóræningjarnir“ farnir í land en hátíðahöldin byrja en þau samanstanda af skrúðgöngum og alls kyns húllumhæi því tengdu á miðbæjarsvæðinu við Bay og Bayshore breiðgöturnar.

Gasparilla dregur nafn sitt af skipinu Jose Gasparilla sem er seglskúta byggð eftir kúnstarinnar reglum.