Skúli Mogensen var fyrir skömmu valinn markaðsmaður ársins af dómnefndarfólki sem bíður spennt eftir bissness frá kappanum í kjölfarið. Á meðan bíða hundruðir viðskiptavina Skúla eftir aðstoð og fá varla að vita tíma dagsins.

Er verið að vinna í að bæta hörmulega þjónustu Wow Air? Ekki lítur út fyrir það enda enginn peningur í því fyrir Mogensen. Skjáskot

Ekkert lággjaldaflugfélag sem flýgur til og frá Íslandi fær verri útreið neytenda hjá flugvefnum Skytrax en Wow Air eins og við höfum komið inná áður. Wow Air er að hanga í þremur stjörnum af tíu mögulegum meðan næstneðstu lággjaldaflugfélögin státa af sex stjörnum. Hið skítlega Ryanair þar á meðal!!!

Ekki beint nýtt af nálinni en stóra spurningin er hvort Skúli sé að taka málið föstum tökum. Eða er þessum vellauðuga manni drullusama um viðskiptavini eftir að greiðsla hefur verið innt af hendi?

Kíkjum á nokkur dæmi dagsins og af hreinni góðmennsku skoðum við að þessu sinni aðeins Twitter og síðustu sex klukkustundir:

Við gætum haldið áfram en við erum orðin svo skömmustuleg að við ætlum að hætta. Skúli Mogensen og flugfélag hans gætu vel verið VERSTA landkynningin síðan Ísland hlaut sjálfstæði….