Í gærkvöldi tókum við stöðuna á kvörtunum og veseni viðskiptavina Wow Air Skúla Mogensen á samfélagsvefnum Twitter. Fullt þar af volli og ónotalegheitum eins og lesa má um hér. En er staðan eitthvað betri sólarhring síðar?

Getur verið að eigandinn viti ekkert um stínkerlélega þjónustu síns eigin flugfélags? Skjáskot

Vitiborið fólk veit sem er að hinir allra verstu hlutir gerast helst þegar góða fólkið hefst ekkert að. Þar sem Fararheill er landsins „góðasti“ ferðavefur tökum við því ekki í mál annað en benda á fjórða heims þjónustu Wow Air gagnvart sínum eigin farþegum. Og ekki láta blekkjast þó oftar en ekki sé um erlenda viðskiptavini Wow Air að ræða. Íslenskir viðskiptavinir lenda reglulega líka í skít hjá Skúla. Munurinn helst sá að þeir flestir þekkja aðrar leiðir til að fá sitt fram en örvænta á samfélagsmiðlum.

Hver er svo tilgangurinn með að birta ítrekað kúk og kanil um Wow Air?

Fyrir því margar ástæður. Í fyrsta lagi er það sjálfsagður hlutur að benda á hörmulega þjónustu hjá fyrirtækjum. Aðeins vopnuð þeim upplýsingum getum landinn snúið viðskiptum sínum annað. Í öðru lagi hefur þjónustustig Wow Air verið við frostmark um fjögurra ára skeið og viðskiptavinir, íslenskir sem erlendir, mega bíða vikum og mánuðum saman eftir að fyrirtækið lyfti litlafingri til aðstoðar. Í þriðja lagi er eigandinn bissí, umkringdur já-fólki og ekki alveg útilokað að hann viti bara ekki af því að þjónusta flugfélagsins er fyrir neðan Hellu. Kannski, kannski sparkar hann í rassa í kjölfarið okkur viðskiptavinum til hagsbóta.

Twitterfærslur um Wow Air síðustu klukkustundirnar:

 

Látum þetta nægja í bili. Góðar stundir.