Það er uppi typpið á forsvarsmönnum Icelandair. Eðlilega enda þar engin kona á toppnum. Nú bætist Chicago í Bandaríkjunum við áætlunarkerfi félagsins.

Chicago í Bandaríkjunum bætist við leiðakerfi Icelandair á næsta ári.
Chicago í Bandaríkjunum bætist við leiðakerfi Icelandair á næsta ári.

Það er gott mál. Nýir staðir, ný tækifæri og kannski sést í Michael Jordan eða Oprah Winfrey á vappinu um borgina.

Áhugasamir verða þó ojeblik að dempra spenninginn því flugið hefst ekki fyrr en í maí á næsta ári eins og fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair.

„Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til O‘Hare flugvallar í Chicago í Bandaríkjunum í mars 2016 og verður flogið til og frá borginni allt árið um kring. Fyrst um sinn verður flogið fjórum sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Fyrsta flugið verður 16. mars og er sala er þegar hafin. Chicago verður fimmtándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu.

Icelandair flaug til Chicago á fimmtán ára tímabili, frá 1973 til 1988 og tekur nú upp þráðinn 28 árum síðar. „Chicago hefur verið til skoðunar hjá okkur um hríð. Með stækkun leiðakerfisins, fjölgun áfangastaða og aukinni tíðni, teljum við hafa skapast tækifæri fyrir okkur til að fara inn á þennan stóra markað sem Chicago er“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Chicagosvæðið er rúmlega tíu milljón manna markaður og með beinu flugi stefnum við að því að margfalda ferðamannafjöldann frá svæðinu til Íslands og bjóða auk þess upp á frábæra tengimöguleika til áfangastaða okkar í Evrópu. Að auki er Chicago sögufræg og spennandi borg fyrir Evrópubúa og okkur Íslendinga að heimsækja“, segir Birkir.

Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna á eftir Los Angeles og New York og mikil miðstöð athafnalífs, menningar og lista. Hinn þekkti, og ný-endurkjörni borgarstjóri Chicago, Rahm Emanuel, fyrrum starfsmannastjóri Hvíta hússins, segist í yfirlýsingu O‘Hare flugvallar um Icelandair-flugið fagna þeim tækifærum og viðskiptum sem hinn nýi áfangastaður færi íbúum borgarinnar.

Icelandair á jafnframt í viðræðum við ferðamálayfirvöld í Montreal og alþjóðaflugvöllinn í borginni varðandi mögulegt beint flug eins og fram hefur komið á samfélags- og fréttamiðlum á undanförnum dögum og niðurstöðu úr þeim samskiptum er að vænta á næstu vikum.

Icelandair flýgur á þessu ári til 39 áfangastaða, 14 í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Tveir nýir áfangastaðir bætast við á árinu, Birmingham í Bretlandi, sem byrjað var að fljúga til í febrúar, og Portland í Oregon í Bandaríkjunum, en fyrsta flugið þangað verður í næstu viku, þriðjudaginn 19. maí.“

Góðu heilli ert þú, lesandi góður beinlínutengdur besta hótelvef heims hjá okkur og við finnum fjögurra stjörnu gistingu þar í borg niður í sjö þúsund krónur næsta sumarið.