Minnstu kapellu heims sjón að sjá

Minnstu kapellu heims sjón að sjá

Rösklega fimm metrar á lengd og tæpir þrír metrar á breidd. Svo stór er minnsta kapella heims sem finnst í afvikinni götu undir klettanös í borginni Funchal, höfuðborg Madeira. Svo skrýtið sem það nú er þá er ekki minna merkilegt að skoða þessa agnarsmáu kapellu en risakirkjur þær sem finnast alls staðar í veröldinni. Það … Continue reading »

Oggupons fyrirhöfn sparar þér fúlgur á bílaleigu í Kanada

Oggupons fyrirhöfn sparar þér fúlgur á bílaleigu í Kanada

Það er líka hægt að spara ágætar fúlgur á bílaleigu í Kanada líkt og í Bandaríkjunum ef fólk hefur oggupons fyrir. Fararheill hefur oft og ítrekað fyrir fólki á leið til Bandaríkjanna að láta bílaleigur á flugvöllum alveg eiga sig. Leigja frekar frá litlum og óþekktum leigum sem finnast inni í borgunum sjálfum og bjóða … Continue reading »

Skammt frá Amsterdam sautjánda öldin í allri sinni dýrð

Skammt frá Amsterdam sautjánda öldin í allri sinni dýrð

Þó smekkur fólks sé misjafn eru þeir fáir sem ekki þykir indælt að spóka sig um á götum Amsterdam í Hollandi og njóta þessarar tiltölulega stresslitlu höfuðborgar landsins. Það jafnvel svo gaman að fólk gleymir stundum að örskammt frá borginni eru ekki síður merkilegir staðir sem heimsókn verðskulda. Reyndar gleymist það reyndar líka að allt … Continue reading »

Tveir fyrsta flokks veitingastaðir í grennd við Costa Adeje á Tenerife

Tveir fyrsta flokks veitingastaðir í grennd við Costa Adeje á Tenerife

Þó nokkrir veitingastaðirnir á hinum vinsælu stöðum Las Americas, Los Cristianos og Costa Adeje á Tenerife fái ágæta einkunn heilt yfir eru þeir þó ívið fleiri sem eru lakir og lélegir eins og gengur á helstu ferðamannastöðum Spánar. En það þarf ekki að leita langt til að finna minnst tvo aldeilis frábæra. Báðir eru þess … Continue reading »

Einn stórmerkilegur spítali í Lissabon

Einn stórmerkilegur spítali í Lissabon

Spítalar og sjúkrahús eru yfirleitt ekki á áætlun neinna ferðamanna nema auðvitað ef slys eða óhapp ber að höndum. Einn spítali í Lissabon er undantekning á þessu. Vart hefur farið fram hjá lesendum okkar að við erum heltekin af Portúgal í nánast einu og öllu. Stór hluti af því er vinalegt fólkið en ekki síður … Continue reading »

Sönn veisla fyrir augað í Lyon í desember

Sönn veisla fyrir augað í Lyon í desember

Franska borgin Lyon er nú alla jafna ekki hátt á stalli þeirra ferðalanga sem þvælast um Evrópu í desembermánuði. Þá eru flestir með hugann við dúllulegar gamlar jólahátíðir. En það er engu minna ævintýri sem fram fer í Lyon. Fête des Lumières heitir frægasta hátíð borgarinnar og fer ávallt fram í byrjun desember ár hvert. … Continue reading »

Svona ef þú þolir ekki tafir, yfirbókanir og vesen fyrir flug

Svona ef þú þolir ekki tafir, yfirbókanir og vesen fyrir flug

Margir þeir sem lagt hafa lönd undir fót síðustu árin hafa upplifað hvað flugferðalög eru orðin leiðinleg. Ekki ferðalagið per se kannski heldur meira allt þetta vesen sem fylgt getur flugi með flestum flugfélögum frá flestum flugvöllum. Hvað erum við að tala um? Tafir og seinkanir, aflýsing, farangursgjöld, biðraðir, sætisrými, þjónustustig, verðlag og svo framvegis og … Continue reading »

Hin undarlega símaskrá á St.Croix í Karíbahafi

Hin undarlega símaskrá á St.Croix í Karíbahafi

Vissulega fáránlegt á sólríkri unaðseyju í Karíbahafinu að eyða tíma í að fletta upp í símaskrá eyjaskeggja. En það sem þar stendur gæti komið þér verulega á óvart. Hvað er svo merkilegt við símaskránna atarna? Sú staðreynd að svo virðist sem tæpur helmingur heimamanna beri dönsk eftirnöfn. Hér eru reiðinnar býsn af Pedersen, Christiansen, Madsen … Continue reading »

Margir eiga ekki afturkvæmt úr þessum fallega svissneska bæ

Margir eiga ekki afturkvæmt úr þessum fallega svissneska bæ

Velflestar borgir og bæir heims hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða umfram aðra. Náttúrufegurð, heilsulindir, gamlan miðbæ, frábærar verslanir. Svissneski bærinn Pfaffikon sækir sína frægð þó í töluvert dekkri átt. Pfaffikon er lítill tólf þúsund manna bær á bökkum Pfaffikonvatns í tæplega klukkustundar fjarlægð til austurs frá Zurich í Sviss. Margt hefur bærinn til … Continue reading »