Verslunarglaðir sem grannt fylgjast með tískustraumum hrista núorðið höfuðið þegar talið berst að sögufrægustu verslunargötum London. Oxford og Notting Hill eru svo gærdags að þar hanga orðið aðeins þeir sem ekki vita betur.

Endurreisnartímabil í Camden í London þykir hafa tekist afar vel.
Endurreisnartímabil í Camden í London þykir hafa tekist afar vel.

Og betur, í þessu tilviki, er lítt þekkt hverfi í Camden við Camden skipaskurðinn, Camden Lock. Þar hefur lengi verið rekinn markaður en hin síðari ár hefur bæði sá markaður stækkað og batnað og samtímis fjölgað mjög hinum ýmsu sérverslunum í og við.

Þarf ekki að taka orð neins fyrir heldur kíkja á staðinn og sé veður bærilegt er hér töluvert fjölbreyttara og skemmtilegra mannlíf en finnst í Oxford strætinu eða Notting Hill hverfinu sem hafa lengi þótt bjóða mest og best úrval af verslunum. Það bæði skýrist af því að verðlag er hér lægra en í fínni hverfum en ekki síður vegna þess að hér er afslappaðra andrúmsloft og ýmislegt annað að gera og sjá en bara verslun eftir verslun. Og eru rólegheit ekki allra besta lykilorðið þegar fólk verslar?


View Camden Lock í London in a larger map