Það veitir ritstjórn Fararheill nokkra ánægju að val ritstjórnar á hagkvæmustu áfangastöðunum þetta árið er nákvæmlega hið sama og blaðamenn tímaritsins Budget Travel velja nú sem hagkvæmustu áfangastaði ársins. Nema þeir erlendu eru tveimur mánuðum á eftir.

Miðillinn erlendi birtir lista yfir þá tíu staði sem bæði fróðlegt og skemmtilegt er að heimsækja í ár án þess þó að brjóta heimabankann. Þrír efstu staðirnir eru þeir sömu og ritstjórn Fararheill.is kaus þá hagkvæmustu í byrjun janúar.

Listi Budget Travel:

  • Dublin Írlandi
  • Lissabon Portúgal
  • Tallinn Eistlandi
  • Houston Bandaríkjunum
  • Cartagena Kólombíu

Listi Budget Travel í heild sinni hér.