Hingað til hafa strípihneigðir Parísarbúar verið í standandi vandræðum. Það er nefninlega blátt bann við að fetta sig klæðum í þessari borg ástarinnar og sekt við slíku athæfi getur numið tæpum tveimur milljónum króna. En nú horfir það til betri vegar.

Parísarbúar lengi heimtað sinn nektargarð og fá næsta sumarið.

Himinn og haf er milli fólks í norðanverðu Frakklandi og sunnar í landinu við Miðjarðarhafið. Norðanmenn óttalegar teprur þegar að nekt kemur þveröfugt við sunnanmenn en í það minnsta sautján opinberir nektarstaðir- og nýlendur finnast þar um slóðir.

Sömuleiðis eru Frakkar almennt feimnari en Hollendingar og Þjóðverjar sem vart geta á sér heilum tekið margir án þess að stríplast reglulega í þar til gerðum görðum eða ströndum.

Nú greinir franska fréttastofan AFP frá því að borgaryfirvöld í París ætli sér að bregðast við töluverðum kvörtunum yfir strípibanninu og ráðgeri að leyfa fólki sem elskar að bera hold sitt að gera það vandkvæða- og sektarlaust frá og með næsta sumri á tilteknu svæði eða svæðum.

Það er eitt skref til hins betra að okkar mati 🙂