Ferðaskrifstofan Plúsferðir auglýsir annars lagið svokallaðan plús vikunnar þar sem sérstakur afsláttur er á tiltekinni sólarlandaferð. Nú er auglýst vikuferð til Benídorm á sértilboði og til eftirbreytni er að tiltekinn er sá fjöldi sæta sem í boði er.

Plúsferðir tiltaka fjölda sæta sem í boði eru í sérstakri tilboðsferð til Benídorm. Það er til eftirbreytni

Fararheill hefur löngum gagnrýnt íslenskar ferðaskrifstofur og flugfélög fyrir að auglýsa tilboðsferðir sýknt og heilagt án þess að geta þess hversu mörg sæti eru í boði. Það þýðir í raun að ferðaþjónustuaðili þarf aðeins að lækka verð á einu einasta sæti ef svo ber undir og auglýst tilboð.

Það er ekki svo fráleitt og veit ritstjórn af einu dæmi þar sem auglýst sértilboðsferð varð uppseld þremur og hálfri mínútu eftir að það tók gildi á hádegi.

Vitaskuld er ekki útilokað að tugir einstaklinga hafi bókað um leið og hægt var í því tilfelli en líklegra er þó að einungis hafi verið örfá sæti í boði enda tilboðið í það skiptið ekki ýkja merkilegt.

Í öllu falli er það mun betri þjónusta við viðskiptavini að tiltaka þann fjölda sæta sem í boði eru. Það er hefð fyrir slíku hjá velflestum ferðaskrifstofum erlendis og ástæða fyrir. Ánægður viðskiptavinur kemur jú aftur.

Tilboð Plúsferða að þessu sinni nær til nokkurra brottfara í maí. Fæst þannig vika á útvöldum hótelum í Benídorm á Spáni frá 67.910 krónum.

Heimasíða Plúsferða hér.