Skip to main content

Í allt sumar hefur Wow Air auglýst flug á kostakjörum til Stokkhólms jafnvel þó alls ekki hafi verið flogið til Stokkhólms heldur bæjarins Västerås vel norðvestur af höfuðborginni sænsku. En nú getur flugfélagið loks státað af því að fljúga til Stokkhólms.

Västerås eða Stokkhólmur? Tvennt ólíkt.

Västerås eða Stokkhólmur? Tvennt ólíkt.

Við skömmuðum Wow Air fyrir blekkingarnar hér í vor eins og lesa má um hér. Jafnvel þó Västerås sé ekkert ýkja langt frá Stokkhólmi er það ekki heiðarlegt að kalla það flug til Stokkhólms. Svona svipað og alþjóðaflugvöllur væri á Hvolsvelli og erlend flugfélög auglýstu flug til Reykjavíkur. Rétt skal vera rétt.

Nú hefur Wow Air séð að sér og gott betur því flug til Arlanda hefst innan tíðar en sá völlur er hvað næst höfuðborginni eða aðeins í tæplega hálftíma fjarlægð eða svo. Það kallast með réttu flug til Stokkhólms 🙂