Ók, þetta er sannarlega nýtt trix. Bókunarvefurinn Booking birtir nú allt heila klabbið þegar þú leitar að gistingu á erlendri grundu. Líka gistingu sem er löngu uppseld!

Svo þig vantar gistingu erlendis? Hvernig líst þér á öll hótelin sem EKKI ERU Í BOÐI??? Síðasta herbergið hér seldist upp fyrir MÖRGUM DÖGUM. Skjáskot

Þrátt fyrir eina markaðsgráðu í hópnum og almennt þokkalega skynsemi og hugsun er enginn hér nokkru nær um hvers vegna hinn bandaríski bókunarvefur Booking birtir líka UPPSELDA gistingu þegar leitað er að svefnstað á þeim vef.

Dæmi um þetta má sjá hér til hliðar. Frábært hótel miðsvæðis en sorrí, þú RÉTT misstir af þessari úrvalsgistingu. Úrvalsgistingu sem SELDIST UPP FYRIR NOKKRUM DÖGUM.

Fátt eðlilegt við þetta. Víst er ekki óalgengt að auglýst sé að eitthvað sé uppselt svona til að sýna fram á almennar vinsældir en það á yfirleitt við um hluti eins og leiksýningar og ástæðan sú að aukasýning er í boði í kjölfarið. Eða að vinsæl bók sé uppseld. En þá fylgir líka ætíð sögunni að ný prentun sé væntanleg.

Hvað Booking græðir á því að sýna fólki gistingu sem alls ekki er í boði er alls óljóst. Og værum við hótelstjórar hjá einhverju hótelinu sem ekki er uppselt værum við ekkert mjög glöð með þennan pakka.

En ókei. Þeim frjálst að gera það sem þeir vilja. Ágætt að muna samt áður en þú bókar gistingu að með viðskiptum við Booking ertu lóðbeint að styrkja skattsvikara. Það sést glögglega á listanum hér til hliðar sem sýnir þau bandarísku fyrirtæki sem geyma billjónir dollara utan lögsögu í skattaskjólum. Priceline, móðurfyrirtæki Booking, þar ofarlega á blaði.

Ef þú vilt ekki eiga viðskipti við skattsvikara er ráð að finna hótel gegnum okkar hótelvél hér að neðan. Þú finnur hana ekki á neinum skattsvikaralista 🙂