Góðir hlutir gerast hægt segja fróðir. Það má til sanns vegar færa hvað bókarnir hjá Fararheill varðar. Það sem af er árinu eru gistibókanir 58 prósent fleiri en árið 2016.

Allt á uppleið 🙂

Upplífgandi að landinn, eða í það minnsta lesendur Fararheill, skuli brúka gistibókunarvél okkar í sífellt meiri mæli. Við erum nefninlega ekki að plögga þennan bókunarvef eingöngu til að við græðum á heldur til að þú sparir 🙂

Ólíkt öðrum bókunarvefum, eins og Booking.com, eru prósentur af sölu aðeins sex til sjö prósent en ekki tólf til tuttugu og tvo prósent eins og víðast er lágmarkið. Ætli menn að græða í bókunarbransanum er Booking.com málið. Eðlilega eru fyrirtæki á borð við Wow Air, Icelandair, Hótelbókanir.is, easyJet  og fleiri með áskrift að Booking.com til að taka sem mest fé af fólki.

Gott og blessað en það er ekkert frítt í þessum heimi. Feitari þóknun frá hótelvef þýðir líka feitari þóknun frá þeim hótelum og gististöðum sem taka þátt. Þess vegna er Booking.com yfirleitt aðeins að bjóða lægsta verð á gistingu á þeim hótelum þar sem þeir hafa einkarétt. Annars staðar þar sem gististaðir vilja ekki leyfa einokun Booking.com eru yfirleitt margir aðrir aðilar að bjóða lægra verð.

Allra verst að Booking.com er í eigu fyrirtækis sem geymir fleiri milljónir dollara á aflandseyjum. Svona dálítið eins og Sigmundur Davíð þó ekki hafi verið um milljónir dollara þar að ræða. Ef skattagjörningur Sigmundar var príma mál að þínu viti er Booking.com sérdeilis flott stopp.

Við hin ættum kannski að snúa okkar viðskiptum að fyrirtækjum sem ekki geyma trilljónir í skattaskjólum 😉