Blómasýningin í Chelsea í London er stærsta og mikilfenglegasta blómasýning heims og þótt engin séu gerð þar kaupin er það sannarlega viðburður sem vel er þess virði að gera sér far um að sjá. 

Blómaskreytingar á sýningunni í Chelsea eru ekki allar hefðbundnar
Blómaskreytingar á sýningunni í Chelsea eru ekki allar hefðbundnar

Þúsundir söluaðila, ræktenda og kaupenda valsa um heilsu stæðurnar af glæsilegum blómum úr öllum heimsálfum.

Þá eru yfir hundrað stallar blómaskreytingamanna þar sem hver keppist um að útbúa fallegri blómaskeytingu en sá næsti. Allar slíkar skreytingar eru seldar lokadaginn og eins og gefur að skilja margar þeirra mikil listaverk.

Hefð hefur og myndast fyrir að gestir rölti um svæðið með hressingu í glasi og njóti lífsins. Kampavín nýtur þar mestra vinsælda og nákvæmlega eins og gerist á barnum eftir nokkra verður fólk og blómlegt umhverfið sífellt fallegra og betra því meira sem drukkið er af víni.

Hátíðin stendur í fimm daga en þar af eru þrír opnir almenningi. Verður að kaupa miða með góðum fyrirvara á heimasíðu Hins konunglega ræktunarfélags Chelsea. Hátíðin er haldin í hinum konunglega spítala í Chelsea, Chelsea Royal Hospital, sem er löngu hættur að þjóna upprunalega hlutverki sínu. Þangað er komist með jarðlest að Sloane Square eða strætisvögnum 11 eða 137 sem stoppa fyrir utan.

Heimasíðan hér.