Hmmm! Svo forstjóra Úrval Útsýn þykir súrt að banki reki einn helsta samkeppnisaðilann og að hinn vafasami Andri Már Ingólfsson hyggi á endurkomu í ferðabransann.

Forstjóri Úrval Útsýn ætti að hafa sig hæga…

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýn, hefur margt skólpið sopið í ferðabransanum. Hún heggur hátt í viðtali við túrista þar sem hún gagnrýnir bæði það að Arionbanki reki ferðaskrifstofuna Heimsferðir og ekki síður að fyrrum eigandi Heimsferða, Andri Már Ingólfsson. ætli sér af stað á nýjan leik í ferðabransann.

Jamm og jæja.

Háttvirt Þórunn hefur rétt fyrir sér í báðum tilvikum. Það er ekta íslenskt að Arionbanki leysi til sín ferðaskrifstofur og reki þær svo mánuðum saman eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það auðvitað fjarri því að vera eðlilegt en forráðamenn með góðar tengingar í sjálfstæðisflokkinn og þar skipta eðlilegheit engu máli.

Smekkmaður á fatnað og gleraugu en svindlari samt. Skjáskot RÚV

Það er líka alveg galið að hinn ömurlegi, skattaskjólselskandi Andri Már Ingólfsson eigi peninga til að stofna nýja ferðaskrifstofu sekúndum eftir að hafa rekið fjölda fyrirtækja á hausinn með hörmulegum afleiðingum fyrir menn og mýs. En þar hjálpar auðvitað að elska skattaskjól. Gaurinn búsettur í Sviss þar sem skattar eru eitthvað ofan á brauð og rak fyrirtæki sín flest frá Ungverjalandi þar sem skattar eru samkomulagsatriði við mafíósa.

En Þórunn ætti samt að grjóthalda kjafti.

Ástæðan sú að yfirmaður hennar, eigandi Úrval Útsýn, Sumarferða, Plúsferða og stór hluthafi Icelandair, er hinn gallsúri svindlari Pálmi Haraldsson.

Gætum haldið tólf tíma ræðu um svínarí herra Haraldssonar gegnum tíðina en látum nægja að benda á ungfrú Google ef fólk hefur ekkert fylgst með fréttum síðastliðin 30 ár eða svo. Herra Haraldsson engu skárri en húmbúkkinn Andri Már Ingólfsson.