Flugfélagið Icelandair hefur hafið sölu á tilboðsferðum til Billund í Danmörku, Toronto í Kanada og Helsinki í Finnlandi. Er um svokölluð sólarhringstilboð að ræða og eru aðeins í boði til miðnættis annað kvöld. Er þó ferðatíminn takmarkaður mjög.

Er þannig hægt að fljúga til Billund fyrir 14.900 eða 29.900 báðar leiðir en aðeins milli 6. ágúst og 12. september næstkomandi.

Toronto er í boði á 24.900 aðra leið og 52.300 báðar leiðir og er flugið í boði frá 30. mars til 24. júní.

Helsinki kostar aðra leiðina 16.900 og báðar 32.900 og er finnska borgin í boði frá 28.mars til 20. júní.

Heimasíða Icelandair hér.