Undir eðlilegum kringumstæðum væri bílaleigan Hertz, sem Icelandair er með umboð fyrir hérlendis, að syngja sitt allra síðasta. En sökum þess að eigendurnir eyða formúgum í stjórnmálamenn vestanhafs gæti fyrirtækið sloppið fyrir horn.

Grunnt á bankabókinni hjá Hertz. Fyrirtækið á barmi gjaldþrots.

Þetta lygilegra en tárum taki. Ein allra elsta og þekktasta bílaleiga heims með útibú bókstaflega í öllum löndum heims er á barmi gjaldþrots fimm mínútum eftir að kórónavírusinn lætur til sín taka.

Stjórn bílaleigunnar Hertz, sem vitiborið fólk gæti haldið að ætti tugmilljarða króna á bankabókinni eftir farsæla vegferð um áratugaskeið, leitar nú allra leiða til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti.

Það þurfti aðeins tvo mánuði til að fjárþurrð gerði vart við sig hjá Hertz. Sem segir okkur allt sem segja þarf um það skitna batterí. Ef alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur verið farsælt um 100 ára skeið er með brúnt í brók eftir aðeins tveggja mánaða vesen vegna kóróna, er barasta fínt mál að það fyrirtæki leggi upp laupana. Það merkir að eigendurnir hafa tekið allt of mikið út úr fyrirtækinu gegnum árin.