Margar tilraunir hafa verið gerðar til að negla niður nákvæman fjölda veitingastaða í París í Frakklandi en það gengið upp og ofan. Að hluta vegna þess hvar draga eigi mörkin en ekki síður vegna þess að nýir staðir opna þar nánast daglega.

Veitingastaður í París? Erfitt að velja. Mynd Christopher Michel
Veitingastaður í París? Erfitt að velja. Mynd Christopher Michel

En ef marka má umsagnarvefinn Yelp og veitingahúsabók Michelin er heildarfjöldi veitingastaða í París kringum 40 þúsund talsins. Settu þann fjölda í samhengi við íbúafjölda Parísar sem telur aðeins 2,4 milljónir. Berið það svo saman við fjölda veitingastaða í Toronto í Kanada en þar er íbúafjöldi 2,6 milljónir alls. Í kanadísku borginni eru um fimm þúsund veitingastaðir alls.

Þó Frakkarnir séu góðgætismenn upp til hópa þá segir íbúafjöldi þó lítið í þessu samhengi. Ástæða þessa mikla fjölda staða í París eru ferðamenn. Sjötíu milljónir árlega. Sem gerir það erfiðara að finna nál í heystakk að vita hvaða staðir af þessum 40 þúsund eru fremstir jafningja. Ekki síst þegar haft er í huga að smekkur fólks er misjafn.

Fararheill til bjargar. Við höfum tekið saman topp veitingastaði Parísar samkvæmt nokkrum af helstu kokkabókum.

MICHELIN

 • L´Ambroisie
 • Le Meurice
 • Arpege
 • Ledoyen
 • Épicure

ZAGAT

 • Taillevent
 • Guy Savoy
 • Pramil
 • Le Meurice
 • Astrance

TRIPADVISOR

 • Épicure
 • A L´endroit
 • Le Cinq
 • Sathees
 • L´inattendu