Skip to main content

Sökum þess að meirihluti áætlunarfluga frá Íslandi eru styttri flugferðir sem vart fara yfir fimm klukkustundir er ansi mörgum nett sama hvar þeir sitja í vélum á leið erlendis. En fátítt er að stigið sé frá borði eftir flug án þess að heyra einhvern kvarta eða kveina yfir bakverk eða vöðvabólgu eftir að hafa setið þröngt og illa. Það er nefninlega nokkur munur á sætum í almennings farrými flesta flugvéla.

Hæ sæti! Nokkur munur er á hvar best er að sitja í farþegavélum

Hæ sæti! Nokkur munur er á hvar best er að sitja í farþegavélum

Seatguru.com er vefþjónusta sem gefur þér færi að velja sæti í vélum flestra flugfélaga og þar má finna ítarlegar upplýsingar um hvar bestu og verstu sætin í hverri vél fyrir sig má finna.

Hvað Icelandair varðar, fyrir okkur sem ekki erum með milljónir til að eyða í Saga Class, er málið auðvelt enda allar þeirra vélar af gerðinni Boeing 757-300. Tvær sætaraðir þar eru mun verri en aðrar sökum þrengsla. Eru það raðir númer 20, 34 og 43 og ber að varast þær ef möguleiki er á. Tvær raðir komast einnig á lista yfir bestu sætin í almenningnum. Eru það sætaraðir 22 og 35 auk sætis 10A. Önnur sæti eru bærileg.

Í Airbus A-320 vélum Wow Air er það einungis allra síðasta sætaröðin, númer 37, sem fólk ætti að forðast eins og heitan eldinn. Bestu sætin finnur þú í röðum númer 7, 20 og 21.