Að öðrum borgum ólöstuðum þá er London mekka indverskrar matargerðar utan Indlands sjálfs. Ekki aðeins út af áratugalangri hefð, ekki aðeins út af miklum fjölda fólks frá Indlandi eða af indverskum ættum hér heldur ekki síst vegna þess að vinsælasti „indverski“ réttur heims er í raun og veru frá London.

Frábær matur en hvar er hann bestur?
Frábær matur en hvar er hann bestur?

Það síðastnefnda kemur mörgum á óvart en staðreyndin er að tikka masala kjúklingur er ekki indverskur réttur og hefur aldrei verið. Tikka masala þýðir bókstaflega kjúklingur í bitum og missterk sósan sem gerir þann rétt svo góðan og vinsælan var fyrst brúkuð í Englandi til að koma til móts við kröfu Breta sem lengi vel vildu ekki sjá annað en mat sinn á kafi í löðrandi sósum. Það skal þó tekið fram að deilt er um hver nákvæmlega hafi fyrst boðið tikka masala eins og rétturinn er þekktur í dag.

Nóg um það. Aðrir indverskir réttir eru ekki síðri og sérstaklega ekki á neðangreindum stöðum. Hér höfum við tekið saman þrjá bestu indversku veitingastaðina í London miðað við umsagnir hjá þremur mismunandi aðilum. Google, Michelin og TripAdvisor. Kort af þeim öllum finnst hér neðst.

Verði þér að góðu 🙂

  1. RASOI, 10 Lincoln Street
  2. BABUR, 119 Brockley Rise
  3. JASHAN, 19 Turnpike Street
  1. AMAYA, Motcomb Street
  2. GYMKHANA, 42 Abermarle Street
  3. TAMARIND, 20 Queen Street
  1. INDIAN EXPRESS, 3 North End Parade
  2. LOTUS, 17 Charing Cross
  3. TASTE OF NAWAB, 97 Colney Hatch Lane