Þetta er sannarlega milljón dollara spurningin. Um þetta hafa menn deilt um langa hríð og það virðist engri niðurstöðu ætla að skila. Risaframleiðendurnir Boeing og Airbus fullyrða að engin sæti séu öruggari en önnur þegar flugslys ber að höndum og vissulega er auðvelt að kaupa það enda fræðingar á ferð.

Rannsóknir sýna að sumir staðir eru betri en aðrir ef farþegavél brotlendir. Mynd Tony George
Rannsóknir sýna að sumir staðir eru betri en aðrir ef farþegavél brotlendir. Mynd Tony George

En getur ekki verið að Boeing og Airbus og aðrir framleiðendur eigi hagsmuna að gæta í málinu? Það er eftir allt saman ekki svo erfitt að reikna út hvaða hlutar farþegavéla hafa komið betur eða verr út í þeim hundruðum flugslysa sem orðið hafa á síðustu árum og áratugum.

Það er nákvæmlega það sem blaðamenn verkfræðitímaritsins Popular Mechanics gerðu fyrir nokkrum árum síðan og niðurstöður þeirra stemma við óháða úttekt sem rannsóknarblaðamaðurinn Andrew Weir framkvæmdi og gerði skil í heilli bók um málið, The Tombstone Imperative. Báðir aðilar komust að sömu niðurstöðu: Það eru mestar líkur að lifa af flugslys aftast í þotum á borð við þær sem Boeing og Airbus smíða!

Lífslíkur eru hvorki meira né minna en 40 prósent betri í stélhluta þotu en í fremstu sætaröðunum samkvæmt niðurstöðum Popular Mechanics. Stúderuðu þeir í þaula öll þotuflugslys í Bandaríkjunum frá árinu 1971 og fundu að í 20 flugslysum sem orðið höfðu á þessu tímabili voru lífslíkur farþega aftast í vélinni betri í 11 tilvikum. Mun betri. Í fimm tilvikum vegnaði farþegum fremst betur. Í þrjú skipti skipti engu hvar setið var og í einu tilviki var ekki hægt að draga út neina afgerandi niðurstöðu.

Engum á að koma á óvart þó lítið fari fyrir slíkum upplýsingum vegna þess að niðurstöðurnar þýða að þeir sem greiða hæstu verðin fyrir miðana sína á viðskiptafarrýmum fremst í vélunum eru mun líklegri til að láta lífið í slíkum slysum en almúginn aftast.

Yrði aldeilis uppi fótur, fit og ýmislegt annað ef flugfélög þyrftu að breyta þessu fyrirkomulagi vegna þrýstings. Fyrir það fyrsta yrði það gríðarlega kostnaðarsamt og þá kemur til annað vandamál. Á áfram að hleypa fyrsta farrými aftast í vélinni út fyrst framhjá öllum öðrum? Eða kannski hleypa fyrst út að aftan? Þá þyrfti aldeilis að breyta flestum flugstöðvum heims í leiðinni.

Auðvitað eru ríkir hagsmunir gegn því að fjallað sé um slíka hluti og góðu heilli fer flugslysum mjög fækkandi ár frá ári. Er til dæmist margfalt öruggara að fljúga en aka bíl.

Grein Popular Mechanics hér.

Bók Andrew Weir hér.

Leave a Reply