Viðurkenndu það bara! Þú ert ekki í Los Angeles bara til að vitna flott pálmatrén í Beverly Hills og dúllast á flottri ströndinni á Venice Beach. Þig langar líka að spreyta þig í spilavítunum í Las Vegas.

Fjögurra stunda rútuferð með öllum þægindum á 369 kall. Það er príma stöff ef þú spyrð okkur 😉

Þá eru góð ráð oft dýr. Víst er hægt að leigja bíltík og skottast þær fjóru klukkustundir sem það tekur alla jafna að bílast milli L.A. og Las Vegas. Það kostar svona sirka 30 þúsund krónur hjá virtri bílaleigu ef þú tekur tvo daga til ferðarinnar.

Og jú, víst geturðu notað þjónustu á borð við þessa hér og fengið topp bifreið fyrir klink. En þú ert samt að sjá af tuttugu þúsund kalli í leigu og þarft að eyða tíma og fjármunum að leggja bíltíkinni þegar á staðinn er komið.

Við erum með betri hugmynd 🙂

Smelltu þér á vef rútufyrirtækisins Flixbus sem var að opna útibú í Kaliforníu eftir að hafa rokkað Evrópubúum um skeið. Flixbus er á pari við Megabus sem ýmsir þekkja, sem eru glænýjar rútur með öllum mögulegum lúxus og kosta, ef bókað er með fyrirvara, skidt og ingenting.

Það má til dæmis komast með Flixbus frá Los Angeles til Las Vegas fyrir HEILAR 360 krónur á mann aðra leið þegar þetta er skrifað. Nú, eða fljóta með til Phoenix í Arizóna fyrir litlar 1400 krónur. Sambærilegt ferðalag á Íslandi kostar þig hönd-, fótlegg og tíu þúsund kall aukalega.

Sakar ekki að skoða ef þú vilt sjá sem mest án þess að borga of mikið 😉