Það eru engar nýjar fréttir að gott sé að djamma og djúsa í kóngsins Köben. En það eru kannski nýrri fréttir hvaða staðir sérstaklega eru helst á radarnum hjá djammglöðum þar í borg.

Alltaf ljúfur. Bókasafnsbarinn á Plaza hótelinu í Kaupmannahöfn er príma stopp í borginni áður en haldið er á næturklúbbana
Alltaf ljúfur. Bókasafnsbarinn á Plaza hótelinu í Kaupmannahöfn er príma stopp í borginni áður en haldið er á næturklúbbana

Eins og annars staðar í borgum heimsins eru vinsældir klúbba, knæpa og skemmtistaða takmarkaðar og það sem var heitt í fyrra er kalt í dag.

Neðangreindir staðir þykja meðal þeirra heitari þessa stundina en auðvitað eru klúbbar og barir í og við Norrebro og Vesterbro alltaf stíft sóttir af drykkfelldum frumbyggjum.

♥  K-BAR >> Lykilorðið hér er kokteilar og kærleikur sem fer saman eins og góð flís við rass. Hér er iðandi líf vel fram undir morgun um helgar og líf í tuskum önnur kvöld líka. Sérstaklega heppilegur fyrir Martini aðdáendur. Ved Stranden. Heimasíðan.

♥  OAK ROOM >> Þessi er gegt vinsæll eins og unglingarnir segja og hér orðið troðið strax um eftirmiðdaginn velflesta daga vikunnar. Eðalfínir kokteilar og margir sem þú hefur aldrei heyrt talað um áður. Tilboð alla daga fyrir kl.21. Birkegade í Nørrebro. Heimasíðan.

♥  LIBRARY BAR >> Aldeilis ekki glænýr af nálinni en urrandi klassík finni menn sig vel í myrkrakompum. Bókasafnsbarinn er bar Plaza hótelsins við Bernstorffsgade og minnir helst á enskan einkaklúbb. En stemmarinn fínn og eðal aðstaða til að bræla einn vindil eða svo. Heimasíðan.