Ekki er allt svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Það má kannski til sanns vegar færa um eiginmann Hörpu Hreinsdóttur sem reyndi að læra tungumál heimamanna á Krít gegnum Andrésblöð eftir að spjaldtölvan hrundi í miðri ferð.

Skeggrætt við höfnina í Chania á Krít. Mynd Robert Linsdell
Skeggrætt við höfnina í Chania á Krít. Mynd Robert Linsdell

Fararheill finnst alveg tilvalið að benda á nokkuð ítarlegt og skemmtilegt blogg Hörpu um ferð sína til hinnar ljúfu Krítar.

Harpa skrifar tæpitungulaust og arkar óhrædd um vegi og trissur án þess að blikka auga og gefur mun betri og skemmtilegri innsýn í lífið og tilveruna á eynni en nokkur kynning hjá ferðaskrifstofunum.

Blogg hennar hér.

Ekki kannski alveg fráleitt að benda á að við hjá Fararheill höfum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar bent lesendum okkar á fyrirtaks ferðir til Krítar gegnum erlenda aðila á verði sem á meira skylt við grín en kostnað við ferðalag. Krítarferðir eru í boði frá fjölmörgum aðilum frá velflestum borgum og yfirleitt allan ársins hring.