Skip to main content

T vær leiðir eru færar þegar fólk lendir fyrsta sinni í erlendum stórborgum. Annars vegar að verða sér úti um ferðahandbók og elta þær ráðleggingar ellegar sleppa slíku og fylgja hjartanu.

Annar af tveimur björnum sem gera sig heimakomna í Bärenzwinger í Berlín.

Annar af tveimur björnum sem gera sig heimakomna í Bärenzwinger í Berlín.

Að okkar mati er síðarnefnda leiðin sú eina sem til greina kemur og má telja til ógrynni ástæðna. Hæst ber þó að brjótast út úr hinum örugga þægindaramma. Þeim sama ramma og gerir lífið einsleitt og grátt og fólk fróðara um sjónvarpsþætti en mun magnaðri veröldina í kring.

Það var einmitt á rölti um króka og kima gömlu Berlínar fyrir 20 árum síðan, króka og kima sem ekki var neitt sérstaklega mælt með í ferðabókum, sem ritstjórn Fararheill gekk beint fram á allsérstakan hlut við Köllnischen Park. Þar í tiltölulega venjulegu og indælu íbúðahverfi fundum við Bärenzwinger.

Bärenswinger er undarlegur lítill hringlaga steinsteyptur pyttur og það er ekki fyrr en komið er alveg upp að fyrirbærinu sem fólk rekur augun í það sem hér er að finna. Þar eru að leik tveir fullorðnir brúnbirnir eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Þetta eru heldur ekki neinir venjulegir brúnbirnir heldur. Þetta eru þeir Schnute og Maxi en sá fyrrnefndi er opinber björn Berlínar hvorki meira né minna. Hann á að standa fyrir björn þann er prýðir skjaldarmerki borgarinnar.

Í seinni tíð hefur staðurinn komist á síður stöku ferðahandbóka en borgarbúar sjálfir kæra sig ekki um að birnirnir séu truflaðir mikið af stórum hópum fólks og því hafa borgaryfirvöld aldrei auglýst staðinn sérstaklega þó vissulega sé á hann minnst. Sem gerir hann enn indælli en annars því þau skipti sem við höfum heimsótt Berlín síðan hefur hér aldrei verið múgur og margmenni. Sem er gott fyrir okkur, gott fyrir birnina og gott fyrir Berlín.

Bärenzwinger finnst við Am Köllnischen Park 10178 rétt hjá Märkisches Museum sem aftur er skammt frá Nikolaiviertel sem er elsti hluti Berlínar. Endilega kíkið en ekki í stórum hóp.

[vc_empty_space height=“12px“][vc_basic_grid post_type=“post“ max_items=“9″ item=“basicGrid_SlideFromLeft“ grid_id=“vc_gid:1458138764261-08b34878-44ee-5″ taxonomies=“376″]