Tveir hér á ritstjórn með veðmál í gangi og sjálfsagt og eðlilegt að leyfa öðrum að taka þátt. Í ljós kemur að rella Icelandair til Toronto í Kanada sem átti að leggja af stað klukkan 17.05 síðdegis er enn ekki farin í loftið. Á vef Leifsstöðvar er brottför áætluð um klukkan 20.

Við elskum veðmál á þessum bænum (svo lengi sem upphæðirnar gera mann ekki gjaldþrota.) Veðmálið snýst um hvort Icelandair kemur rellu sinni raunverulega á loft klukkan 20, sem er rétt tæplega þriggja klukkustunda seinkun, og í kjölfarið hvort rellan lendir í Toronto með minna en þriggja klukkustunda töf.

Hvers vegna slíkt veðmál kann einhver að spyrja?

Jú, ef hjól vélar Icelandair snerta jörð í Toronto innan við þremur klukkustundum eftir upphaflega áætlun fá tæplega 200 farþegar ekki krónu. En ef flugstjórinn siglir bara rólega inn í nóttina og vélin lendir rúmur þremur klukkustundum eftir áætlaðan komutíma eiga allir farþegar inni feita peningaupphæð 🙂

Við elskum spennu og þegar tugþúsundir króna liggja undir ættu vitibornir farþegar að vera nokkuð spenntir líka. Þeir gætu fengið allt ferðalagið frítt ef rellan lendir þremur stundum á eftir áætlun…