Skip to main content

Svo virðist sem það sé hreinn barnaleikur að opna milljónir hótelherbergja í veröldinni og ekki þarf annað til að tæplega fimm þúsund króna tölvukubb.

Lás af þeirri tegund sem um ræðir og barnaleikur er að opna kunni menn aðeins fyrir sér í kóðum. Mynd Max Sat

Lás af þeirri tegund sem um ræðir og barnaleikur er að opna kunni menn aðeins fyrir sér í kóðum. Mynd Max Sat

Kom upp úr dúrnum fyrir skömmu síðan að alla hótellása framleidda af fyrirtækinu Onity er hægt að opna með því að koma fyrir tölvukubb með tilheyrandi kóða í sérstakt tengi á lásunum og opna á nokkrum sekúndum. Kóðann er hægt að fá á netinu hér.

Kerfi Onity er mjög vinsælt meðal hótela um víða veröld og þó fyrirtækið hafi þegar boðið uppfærslu á kerfi sín er ljóst að marga mánuði tekur að skipta út hugbúnaði í lásum á milljónum hótelherbergja.

Það er því kannski ástæða til að fara extra varlega með að geyma verðmæti á hótelum næstu misserin eða svo. Tölvukubb sem til verksins þarf er hægt að kaupa víða og nú þegar kóðinn liggur fyrir allra augum á netinu er hætt við að fleiri reyni en ella.