Leið orðin á hefðbundnum veitingastöðum sem allir eru meira eða minna eins um víða veröld? Þá er margt vitlausara en fá sér sæti á Kinderkookkafe í Amsterdam og bíða eftir þjóninum.

Þjónarnir hér ná sumir varla borðhæð en matseðillinn ekki slæmur.
Þjónarnir hér ná sumir varla borðhæð en matseðillinn ekki slæmur.

Sá þjónn er líklega ekki hærri en 1.10 á hæðina því það eru börn sem þjónusta gesti á þessum ágæta og einstaka veitingastað. Fái fólk fyrir hjartað vegna þess ættu hinir sömu að kíkja aðeins inn í eldhúsið því þar eru líka börn að matreiða rétti ofan í fólkið.

Það eru sem sagt, ef frá eru taldir tveir fullorðnir kokkar sem eftirlit hafa, alfarið börn sem sjá um allt frá matreiðslu til þjónustu og uppvasks á þessum einstaka veitingastað. Sá hlýtur að vera þess virði að eyða hér tíma því hver getur annað en brosað að þjónustu átta til tíu ára gamalla krakka. Og ef marka má að hér þurfa allir að panta fyrirfram er ljóst að staðurinn er ansi góður. Þó kannski sé líka erfitt að reiðast mikið við átta til tólf ára krakka ef maturinn reynist fyrir neðan hellur.

Kinderkookkefe finnst við Vondelpark 6B rétt við Overtoom götu. Þangað er komist með sporvögnum 4, 9, 14 eða 16. Panta þarf í mat um helgar en á öðrum tímum á að vera hægt að koma við og fá sér sæti.View Kinderkookkafé í Amsterdam in a larger map