Aðeins ein innlend ferðaskrifstofa fer að alþjóðareglum um það hvenær barn verður fullorðinn einstaklingur. Barnafjölskyldur gætu sparað sér drjúgar upphæðir á að bóka þar en ekki annars staðar.

Heimsferðir eina ferðaskrifstofan sem flokkar börn börn samkvæmt alþjóðlegum reglum.

Umrædd ferðaskrifstofa er Heimsferðir sem flokkar sem börn alla á aldrinum tveggja til átján ára aldurs. Aðrar ferðaskrifstofur virðast ákveða eftir hentugleik hvenær barn breytist í fullorðinn og margar miða við ellefu eða tólf ára aldurinn. Eins og einhver tólf ára einstaklingur geti flokkast sem fullorðinn í nokkru tilliti öðru en að henta ferðaskrifstofum.

Þetta skiptir töluverðu máli fyrir barnafjölskyldur vegna þess að börn greiða lægra verð fyrir bæði flug og gistingu víða. Þannig getur fjölskylda með tvö þrettán ára börn sparað sér ágæta upphæð með því að bóka gegnum Heimsferðir en ekki annars staðar þar sem sömu þrettán ára börnin flokkast sem fullorðnir.

Auðvitað ekki hundrað prósent að pakkaferðir séu alltaf dýrari þegar fjórir fullorðnir ferðast í stað tveggja fullorðna og tveggja barna en oftar en ekki er það reyndin. Og hvaða barnafjölskyldu á leið í frí munar ekki um hvern eyri…