Loks sér fyrir endann á langri baráttu heimamanna í Feneyjum en ítölsk stjórnvöld staðfestu fyrr í vikunni bann við komum stórra skemmtiferðaskipa til Feneyja frá og með næsta ári.

Ekki lengur geta risavaxin skemmtiferðaskip boðið farþegum sínum upp á Feneyjaferð.
Ekki lengur geta risavaxin skemmtiferðaskip boðið farþegum sínum upp á Feneyjaferð.

Það hefur tekið rúman áratug fyrir áhyggjufulla íbúa þessarar hálfsokknu borgar að bjarga því sem bjargað verður því síðustu árin hefur þeim snarfjölgað skemmtiferðaskipunum sem nánast leggja að bryggju við Markúsartorgið sem er miðpunktur borgarinnar.

Umferð þessara stóru skipa hefur aukið skemmdir á þeim byggingum hér sem eru að hluta undir vatni enda skrúfur slíkra skipa engin smásmíði.

Svipað bann var staðfest fyrir ári síðan og áttu reglurnar að taka gildi á yfirstandandi ári en lögsóknir skipafélaganna komu í veg fyrir það. Það skipti komu stjórnvöld ekki til aðstoðar eins og nú og það skipti meginmáli.

Það eru því síðustu forvöð að sjá Feneyjar í nærmynd af fimmtándu hæð skemmtiferðaskips en frá og með næsta ári mega stærstu skipin ekki einu sinni koma inn í Markúsarflóann og aðeins fimm skipum í minni kantinum heimilt að koma hér að á degi hverjum.