Kannski ekki auðvelt að kaupa fyrirsagnir á borð við þá sem fylgir þessari grein okkar. Bangkok á 22 þúsund!!! Kanarí á 14 þúsund!!! En þetta er sannarlega í boði þessa stundina.

Sem fyrr má spara fúlgur fjár með Norwegian en það kostar alltaf millilendingu í Osló.
Sem fyrr má spara fúlgur fjár með Norwegian en það kostar alltaf millilendingu í Osló.

Örlítill böggull fyrir reyndar með í þessum tilfellum. Við þurfum að koma okkur til Osló. Þaðan er nefninlega hægt að kaupa flug aðra leið til Bangkok eða aðra leið til Kanarí næsta vetur á þessu lygilega verði.

Auðvitað er enginn innritaður farangur innifalinn og eitthvað þarf jú að punga út fyrir samloku og bjórdós á leiðinni og auðvitað þurfum við flest að koma okkur til baka. En flugið til baka kostar ekki mikið meira og jafnvel þó við fyllum þrjár til fjórar töskur af drasli og kaupum gourmet máltíð um borð er þetta verð á ferð hreinasta grín.

Það er auðvitað lággjaldaflugfélagið Norwegian sem er að bjóða þessi fargjöld og það aðeins hægt þar sem fyrirvarinn er langur. Þetta gildir nefninlega um flug frá október og vel fram á næsta ár og hugnast því væntanlega öllum þeim er fyrirhyggjusamir eru. Samkvæmt könnunum eru reyndar fáir slíkir eftir. Yngra fólkið vill fá allt strax og greiðir þess vegna toppverð fyrir allar ferðir.

En ekki halda eitt augnablik að úrvalið takmarkist af Bangkok eða Kanarí. Ef fimbulkuldi er í uppáhaldi kemstu líka til Svalbarða næsta vetur niður í 10.500 krónur aðra leið. Hátt hitastig lágmarkið er Marrakesh líka í boði fyrir heilar sautján þúsund krónur. Og svo framvegis og svo framvegis.

Best náttúrulega að Norwegian flýgur reglulega hingað til lands og þar líka hægt að gera ágæt kaup á flugi langt fram í tímann. Ráð þó að bóka eins fljótt og auðið er.

Vetrartilboðin öll hér.