Lofoten í Noregi er himneskt fallegt en það er Senja líka

Lofoten í Noregi er himneskt fallegt en það er Senja líka

Það þarf að gúggla nokkuð duglega um Noreg til að finna miklar upplýsingar um eynna Senju. Þrátt fyrir það sækja vel yfir 200 þúsund erlendir ferðamenn eyjuna heim á ári hverju og fyrir því eru merkilega margar góðar ástæður 🙂 Þrátt fyrir töluverðan fjölda ferðafólks er Senja ennþá allsæmilegur leyndur gimsteinn í Noregi. Það þarf … Continue reading »

Í Andalúsíu er þjóðráð að skoða reikninga í þaula

Í Andalúsíu er þjóðráð að skoða reikninga í þaula

Spánverjinn enginn nýgræðingur þegar kemur að því að féfletta ferðafólk. Að hluta til eðlilegt því ríkt fólk frá norðri er jafnan ekki að liggja yfir reikningum að máltíð lokinni. Allra síst þegar vín er haft um hönd. Sem er nánast alltaf 😉 Einn úr ritstjórn flakkað duglega um Andalúsíu um tveggja mánaða skeið og þann … Continue reading »

Óttaslegin við ókyrrð? Engin ástæða til þess

Óttaslegin við ókyrrð? Engin ástæða til þess

Einhvern tíma litið út um flugvélaglugga og séð vængi vélarinnar sveiflast upp og niður hraðar en Samherjamenn koma peningum undan íslenskum sköttum? Jamm, ýmislegt miður skemmtilegt kemur upp í hugann við þær aðstæður en raunin er sú að bæði flugvélaframleiðendur og flugmenn vita upp á hár hvað vél þolir og hvað ekki. Vélum er fremur … Continue reading »

Ef í Seattle er lágmarkið að votta Hendrix virðingu

Ef í Seattle er lágmarkið að votta Hendrix virðingu

Heilt yfir er Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna ekki ýkja merkilegt pleis. Fólk almennt dónalegt, verslanir fokdýrar og enginn labbar hér mikið án þess að hitta fyrir einhvern af þeim þrettán þúsund einstaklingum sem eru heimilislausir. En svona ef þig vantar ástæðu til að heimsækja er Jimi Hendrix þess virði. Héðan er auðvitað beint flug til … Continue reading »

Sennilega magnaðasti golfvöllur Kanaríeyja

Sennilega magnaðasti golfvöllur Kanaríeyja

Það hefur varla farið fram hjá Kanaríunnendum að golf nýtur sívaxandi vinsælda þar suðurfrá enda frábær leið til að eyða tíma með skemmtilegu fólki og njóta smá heilsubótar svona sem mótvægi gegn því að sumbla út í eitt og slafra í sig á hræódýrum veitingahúsum daginn út og inn. Þó velflestir golfvellir á eyjunum séu sallafínir … Continue reading »

Fimm forvitnilegir hlutir í Madríd á Spáni

Fimm forvitnilegir hlutir í Madríd á Spáni

Það er í öllum borgum heims svo að þar finnast staðir eða hlutir sem afar vert er að skoða og forvitnast um fyrir tiltekinn hóp fólks en keppa þó lítið við þá staði sem mest aðdráttarafl hafa. Margir þeirra komast varla í ferðahandbækur. Í höfuðborg Spánar er þetta raunin en þar fyrirgefst ferðafólki ef ekki … Continue reading »

Svona kemstu ódýrt í mat hjá betri kokkum erlendis

Svona kemstu ódýrt í mat hjá betri kokkum erlendis

Það er ávallt indælt að fara vel út að borða á betri veitingastað á ferðum erlendis. Ekki hvað síst ef yfirkokkurinn eða kokkarnir þykja meðal þeirra fremstu í faginu. Enn betra þó að fá heimboð frá þessum sömu kokkum. Fararheill prófaði athyglisverða nýjung í Lissabon fyrir nokkru. Nýjung sem er að ryðja sér vel til … Continue reading »

Konungsríki samkynhneigðra? Júbbs, það er til

Konungsríki samkynhneigðra? Júbbs, það er til

Sjaldan auðvelt að vera öðruvísi en fjöldinn. Það á ekki síst við um samkynhneigða sem enn geta ekki ferðast um fjölda staða á jarðríki án þess að eiga sitthvað alvarlegt á hættu. Því er öfugt farið í konungsríki samkynhneigðra. Þar ertu velkomin(n) hvernig sem þú ert. Það kann að fara fyrir brjóst einhverra að tala … Continue reading »

Icelandair á heljarþröm en forstjórinn dúllar sér í golfi

Icelandair á heljarþröm en forstjórinn dúllar sér í golfi

Hmmm! Einhver gæti haldið að forstjórar með megalaun fengju þau einmitt sérstaklega fyrir að bretta upp ermar þegar allt er í kalda koli og styrka hönd þarf á stýri. En á því eru undantekningar eins í tilfelli Icelandair. Fleiri þúsund Íslendingar misst starf sitt hjá fyrirtækinu síðustu mánuðina. Blaðafulltrúi þess daglega í fjölmiðlum að skýra … Continue reading »

Sviðin í Suður Afríku

Sviðin í Suður Afríku

Það er allt með böggum Hildar hér um slóðir. Þorramaturinn að heiman fékk ekki grænt ljós hjá tollurunum og við alveg miður okkar. Svo sagði Íslendingur einn sem býr ásamt familíunni á Tenerife nýlega en margur landinn þar varð af þorramatnum vegna þess að spænskir tollarar hendu úldnum matnum lóðbeint á haugana þegar upp komst. … Continue reading »

Í Ölpunum er ógleymanlegt útsýni partur af golfpakkanum

Í Ölpunum er ógleymanlegt útsýni partur af golfpakkanum

Ef marka má Google er að finna vel yfir 200 18-holu golfvelli í eða við Alpafjöll í Mið-Evrópu. Það þarf þó aðeins að spila einn einasta til að muna ævina á enda. Tæplega átján þúsund Íslendingar spila golf sér til dægrastyttingar þessi dægrin samkvæmt opinberum tölum og þar af milli fimm og sex þúsund sem … Continue reading »

Kannski andinn komi yfir þig í húsi F. Scott Fitzgerald

Kannski andinn komi yfir þig í húsi F. Scott Fitzgerald

Það er auðvelt að fletta mörgum greinum okkar um merkileg heimili sögufrægs fólks sem nú hefur verið breytt í safn. Söfn helguð Karli Marx, Sigmund Freud, Hemingway, Thor Heyerdal, Pol Pot, Agötu Christie og Charles Darwin finnast nú á stöðum sem þessar manneskjur kölluðu heimili sitt á árum áður. En það er æði sjaldgæft að … Continue reading »

Svo erlendir fjárfestar hafa áhuga á Icelandair…

Svo erlendir fjárfestar hafa áhuga á Icelandair…

Sjaldan er ein bára stök í tólf vindstigum. Hver einasti miðill landsins með þær fregnir að erlendir fjárfestar sýni áhuga á hlutafjáraukningu Icelandair. Enginn þeirra finnur sig knúinn til að leita frekari upplýsinga þrátt fyrir að flugfélagið hafi verið illa rekið á gullæðistíma í ferðaþjónustu og fleiri ár og kannski áratugir í að ein króna … Continue reading »

Fjórar ástæður til að heimsækja Palermó á Sikiley eigi síðar en núna

Fjórar ástæður til að heimsækja Palermó á Sikiley eigi síðar en núna

Hið sígilda „enginn tími eins og núið” á líklega hvergi betur við en um Palermó á Sikiley þessi dægrin. Ekki aðeins sökum þess að við öll erum dauðlegar verur með takmarkaðan tíma heldur og vegna þess að stemmningin í ítölsku borginni hefur aldrei og verður seint skemmtilegri en nú. Það er svo merkilegt með höfuðborg … Continue reading »